þriðjudagur, 29. mars 2011

h&m sumar!

Ég er svo spennt fyrir sumrinu !! Veðrið er búið að skána ekkert smá og nú er loksins komið smá vor :) 

Það styttist allavega í sumarið og það sem ég hlakka til að nota í sumar eru maxi kjólar, stráhattar, stóra eyrnalokka við sæta sumarkjóla og allskonar flott pils og stuttbuxur. Hérna er smá preview af sumrinu í h&m sem lítur ekkert smá vel út! (myndirnar eru allar frá nitrolicious.com)




Langar svo í þennan!

Fullt af geðveikum sundfötum! Mér finnst vínrauða bikiníið geðveikt 





















miðvikudagur, 23. mars 2011

Elizabeth Taylor

Leikkonan Elizabeth Taylor lést í dag 72 ára að aldri eftir að hafa verið veik í langan tíma. Samkvæmt wikipediu þá var hún gift 9 sinnum (2x sama manninum þannig að hún hefur verið gift 8 mönnum). Hún átti 4 börn (tvo syni og tvær dætur), 10 barnabörn og 4 barnabarnabörn!!
Ákvað að deila með ykkur nokkrum flottum myndum af henni!











Hún má alveg eiga það konan að hún var ekkert smá falleg!!

-ElísaB


sunnudagur, 20. mars 2011

Obsession du jour!

Þrái ekkert heitar en GULA 66°N úlpu fyrir kaldan vetur í Svíþjóð á næsta ári!
https://www.66north.is/verslun/p-2212-rsmrk-dnlpa.aspx

dr. Martens air wear skór! Til í öllum litum, hér eru nokkrir af þeim sem heilluðu mig.






Held vart vatni yfir Jessie J! Uppáhalds söngkonan mín í öllum geiminum núna. Geðveik rödd-stíll-persónuleiki. Semur öll lögin sín sjálf og hefur samið fyrir fullt af söngvurum t.d. Miley Cyrus (Party in the U.S.A.), Chris Brown (I need this), Aliciu Keys o.fl.


Hér má sjá myndband af henni flytja lagið sitt ,,Mamma knows best" í NYC.


-ElísaH

laugardagur, 12. mars 2011

Paris Fashion Week



Það sem stóð uppúr á tískuvikunni í París fyrir haustið 2011:
Víðir LBD; til þess að maður geti borðað eins mikið og maður vill og bumban sést ekki!

Lanvin-Stella McCartney-Louis Vuitton

Gegnsæ pils; flest hnésíð, myndi samt ekki fara í Louis Vuitton pilsinu í vinnuna..
Louis Vuitton-Stella McCartney-Givenchy

Frá miðöldum; sé þær fyrir mér á hestbaki með sverð tilbúnar í orustu. Kjóll yfir buxur.. þægileg blanda.
Balenciaga-Hermes-Costume National

Mynstraðir skyrtukjólar;
Louis Vuitton-MiuMiu

70's colour block peysur;

Celine-Chloe-Sonia Rykiel



Fríkuð mynstur frá toppi til táar; engar venjulegar doppur eða rendur.
Celine-Givenchy-Stella McCartney




Peplum skirts; veit ekki hvað þetta kallast á íslensku en ætla að kalla þau möffins pils
Stella McCartney-Giambattista Valli-MiuMiu



Hvítir rúllukragabolir;
Celine-Hermes-Celine



Gegnsæjar axlir;
Emanuel Ungaro, Azzaro, Stella McCartney



60's kjólar; 
Costume National, Yves Saint Laurent, Giambattista Valli

ElísaH