laugardagur, 30. apríl 2011

PRÓFANAMMI!

Er að drukkna í prófalestri og í gær langaði mér og systir minni svo í eitthvað nammi! En við ákváðum að taka hollustuna á þetta og keyptum hnetur..
Við rákumst á girnilega hnetublöndu á íslandsbankadagatalinu og við ristuðum þær í ofninum og þetta var sjúklega gott!
Hérna er uppskriftin ef þið eigið ekki dagatalið:


  • 600 g ósöltuð hnetublanda, t.d. kasjúhnetur, brasilíuhnetur, heslihnetur, valhnetur, pekahnetur og heilar möndlur með hýði
  • 3 msk. ferskt saxað rósmarín
  • 2/3 cayennepipar
  • 3 tsk. dökkur hrásykur
  • 3 tsk. maldon salt
  • 2 tsk. smjör

Það má minnka eða auka magn kryddsins eftir smekk. Setur þetta svo á ofnplötu/eldfast mót og bakar í ofni við 180°C í u.þ.b. 10 mín. (Persónulega finnst mér betra að láta þetta kólna aðeins en það er alveg gott að borða þær heitar líka)


Njótið :)

3 ummæli:

  1. mmmmm girnó, like á hollustu-uppskriftir í bloggið!! :D

    SvaraEyða
  2. úú !!! ég lauma á helling af hollum og góðum uppskriftum þar sem ég og familyan min erum í detoxi :/

    SvaraEyða