Vá hvað ég hlakka til sumarsins, alltof flott föt á tískuvikunum sem voru að líða, hérna er brot frá tískuvikunni í New York. Það sem einkenndi NYFW er sportlegur klæðnaður, pastellitir (verið óhræddar um að blanda þeim saman t.d. ljósbleikur jakki og beislitaður kjóll), blómamunstur eru stærri og áberandi heldur en í fyrra. Afríkuáhrif gætir víða einsog leopard munstur, beislitaður, gróf mynstur í jarðlitum. Hérna er brot af því sem er líklegt til að verða áberandi næsta sumar :)
 |
Jason Wu - Edun - Tommy Hilfiger |
Anorakkar í ljósum lit
 |
Sophie Theallet - Steven Alan - Doo-ri
|
appelsínulitir :)
 |
Nanette Lepore - DKNY - Jenni Kayne |
Bleik sportjakkaföt, ég myndi nota þau í sitthvoru lagi t.d. getur maður ,,poppað" upp venjuleg föt með bleikum jakka eða bleikum stuttbuxum
 |
Vera Wang - Prabal Gurung - Cynthia Rowley |
Mynstur!! ef þú ert orðin leið á doppum, röndum og köflóttu þá eru futuristic mynstur flott í sumar, sérstaklega við hversdagsleg föt.
 |
Diesel - Theysken's Theory |
Metallic litir
 |
Carolina Herrera - Narciso Rodriguez |
sorbet, pastel litir
 |
Rodarte - Thakoon - Cushnie et Ochs |
Peplum pils, kjólar.. svona yfirpils á kjólum, pilsum eða jafnvel buxum
 |
Sophie Theallet - Marc by Marc Jacobs - Tommy Hilfiger |
Colour blocking, sterkir litir
 |
Vera Wang - Prabal Gurung - Cynthia Rowley
|
Mjög áberandi mynstur
Varð svo að setja myndir frá Hervé Léger, gladiator þema hjá honum í sumar. Mér fannst þessir kjólar flottastir!

