Er að drukkna í prófalestri og í gær langaði mér og systir minni svo í eitthvað nammi! En við ákváðum að taka hollustuna á þetta og keyptum hnetur..
Við rákumst á girnilega hnetublöndu á íslandsbankadagatalinu og við ristuðum þær í ofninum og þetta var sjúklega gott!
Hérna er uppskriftin ef þið eigið ekki dagatalið:
600 g ósöltuð hnetublanda, t.d. kasjúhnetur, brasilíuhnetur, heslihnetur, valhnetur, pekahnetur og heilar möndlur með hýði
3 msk. ferskt saxað rósmarín
2/3 cayennepipar
3 tsk. dökkur hrásykur
3 tsk. maldon salt
2 tsk. smjör
Það má minnka eða auka magn kryddsins eftir smekk. Setur þetta svo á ofnplötu/eldfast mót og bakar í ofni við 180°C í u.þ.b. 10 mín. (Persónulega finnst mér betra að láta þetta kólna aðeins en það er alveg gott að borða þær heitar líka)
Það er allt að verða vitlaust! Ég veit ekki með ykkur en ég er alveg að farast úr spenningi við að sjá þetta blessaða brúðkaup Will og Kate! Svo fyndið að skoða myndir af fólkinu í London sem bíður spennt eftir að sjá þau líka!
allt skreytt!
sætastur
Skreytingar útum allt!
Þessi tattúeraði tennurnar sínar!
flott! líka bólan í hægra horninu
litrík
fólk búið að tjalda fyrir utan
heilu fjölskyldurnar saman hahaha, jæja krakkar mínir náið í útileigu græjurnar við ætlum að tjalda á götunni til að reyna sjá Will og Kate!
Jæja þá styttist í 21. árs afmælið mitt :) en ég á afmæli á laugardaginn! Ég ætla því að gera smá svona wish-list:
mér langar svolítið í einhvern flottann varalit!
(t.d. viva glam varalitinn í mac, baby eða summer í make up store)
OPI shatter black naglalakk
og reyndar bara alla litina í Katy Perry línunni :) hehe
eða eitthvað annað flott naglalakk.
Mér vantar nýtt meik... mitt er eiginlega alltof dökkt :/ hef ekki fundið ennþá svona ,,mitt meik" ... mæliði með einhverju góðu?
Jumpsuit!! Endalaust flottir samfestingar á hm.com
Vá ég dey!
Ég er orðin svolítið þreytt á að vera altaf með plömmer!! hehe djók... en ég væri samt svolítið til í háar svartar buxur eins og hún Kim vinkona mín hérna ;)
Flottar sokkabuxur
þessar finnast mér flottar!! þær eru frá asos
Svo hefði ég ekkert á móti því að fá nýjann síma! Minn var keyptur í fríhöfninni árið 2006 á skít og kanil og þó svo að hann sé búinn að duga mjööööög lengi þá held ég að hann eigi ekki mikið eftir :/ svo líka gjaldeyri þar sem ég fer út í maí :), flott skart (þó svo að ég eigi heilann helling!) oooog svo vantar mér bíl takk!!
Ég er alltaf að leita að nýjum lögum fyrir ræktina, mér finnst það skipta svo miklu máli að vera með góða tónlist þegar maður er að hlaupa sem hvetur mann áfram. Var að fá nýju plötuna með Chase and Status sem heitir No More Idols. Mér finnst hún geðveik, þeir fengu fullt af liði með sér til samstarfs t.d; Plan B, White Lies, Tinie Tempah o.fl
Hérna mjög gott lag frá þeim sem heitir Brixton Briefcase ft. Cee Lo Green!
Nýja platan frá Black Eyed Peas, The Beginning er líka æði, uppáhalds lagið mitt á þeirri plötu er Someday og Don't Stop The Party.
Var að uppfæra lagalistann minn í ræktina svo ég geti hlupið endalaust og vildi deila með ykkur nokkrum lögum;
Snoop Dogg - Sweat (ft. David Guetta)
Kelis - Brave
Kelis - Home
Chris Brown - Beautiful People
Nero - Me and You
Nero - Guilt
Kato - Sjus (ft. Ida Corr, Camille Jones & Johnson)
Alexandra Stan - Mr. Saxobeat
Armin van Buuren - Drowning (ft. Laura V)
September - Mikrofonkåt
Ciara - Gimme Dat
David Guetta - Louder (ft. Chris Willis)
Dim Chris - Sometimes (ft. Amanda Wilson)
Edward Maya ft. Vika Jigulina - Desert rain
Ida Corr - What goes around comes around
Steed Lord - 123 if you want me
Rihanna - Raining Men (ft. Nicki Minaj)
Lady Gaga - Monster Ball remix
Far East Movement - If I Was You (omg) ft. Snoop Dogg
Gömlu hlaupaskórnir voru orðnir mjög vel notaðir, allir götóttir og slitnir þannig ég ákvað að kaupa mér nýja. Adidas varð fyrir valinu og ég sé sko ekki eftir þeim kaupum! Þetta er eins og að hlaupa á skýi! Mæli með þessum hlaupaskóm;
Adizero aegis
þetta eru léttustu hlaupaskór í heiminum í dag sagði sölukonan mér. Þeir eru geðveikir, létu mig hlaupa 7 kílómetra í gær!
Eftir að hafa séð Lady Gaga live seinasta haust er ég orðin aðdáandi nr.1! Þetta var geðveikt show, ég stóð dáleidd við sviðið.. mig langar svo aftur!!! Hérna eru nokkrar myndir af tónleikunum..
Myndir sem við tókum af Lady Gaga í Belfast 2010
Af því að ég er orðin svona mikill aðdáandi þá varð ég bara að fá mér Viva Glam varalitinn! Í fyrstu fannst mér hann ekkert flottur að sjá en svo fór ég í MAC og prufaði hann, þá kom hann mjög vel út.
Allur ágóðinn af varalitnum og glossinu fer til AIDS/HIV góðgerðarmála.